Svar við grein um 17 leyndarmál flugfélaganna

Mig langar mikið til að leiðrétta nokkrar rangfærslur.
Grein birtist á vefnum dagurinn.is nýlega Flugfélögin vilja ekki að þú vitir þessi 17 leyndarmál. Það eru nokkur röng “leyndarmál” þarna og flugöryggi er ekkert til að grínast með og fyrir neðan allar hellur að birta svona án þess að vita nokkuð um málið.

“Öll salerni í flugvélum er hægt að opna auðveldlega utan frá!”
Já það er alveg hárrétt en eins og þetta er sett fram þá lítur það út fyrir að hver sem er geti opnað salernið á meðan það er í notkun, svo er ekki.

Flugmennirnir fá ekki sama mat og aðir, bara til öryggis ef einhver skildi matareitrun.”
Vissulega rétt en þetta er ekki leyndarmál og það vantar líka að taka fram að flugmennirnir borða ekki það sama heldur fá þeir alltaf sitthvorn réttinn.

“Flugmenn leggja sig reglulega í löngum flugum (og ekki bara á skipulögðum tímum)”
Eins og þetta er sett fram á síðunni virðist vera svo að báðir flugmennirnir séu steinsofandi í vinnunni í löngum flugum. Það er aldrei gert og svona framsetning er eingöngu til að valda hræðslu hjá almenningi.

“Sumir starfsmenn flugfélaga fá ekki borgað nema véin fari í loftið – sem þýðir að þeir gætu látið minniháttar vandamál fara framhjá sér svo að vélin fari 100% á loft.”
Þetta er svo rangt að það er ekki einu sinni fyndið. Flugvélar fara aldrei í loftið nema að öryggi hennar sé tryggt. Starfsmenn flugfélaganna eru auðvitað á föstum launum eins og aðrir.

Súrefnisgrímur innhalda einungis súrefni svo að þú getir andað í svona korter..”
Gott og vel segjum sem svo að súrefnið endist hverjum og einum farþega í 15 mínútur. Flugmennirnir væru löngu búnir að koma vélinni í þá flughæð þar sem ekki þarf súrefnisgrímur til að anda.

Það er viðmiðunarregla í handbók sem segir til um það hve margar skrúfur mega vera EKKI TIL STAÐAR.”
Já heyrðu það mega ekki vera fleiri en 10 skrúfur sem vantar í þessa flugvél… Sagði enginn, hvaða rugl er þetta?

Já þarna…borðið sem þú borðar matinn þinn á, það er mjög líklega búið að skipta á krakka á því..”
Hvernig ætlar þú að skipta um krakka á borði sem er svo lítið að þú varla getur borðað af því? Og ef svo væri, hvaða máli myndi það skipta? Það er eflaust meira leyndarmál hvernig einhver getur skipt um bleyju á svona borði!

Flugvélar verða oft fyrir eldingum.”
Já ok, það er rosalegt leyndarmál sem flugfélögin vilja alls ekki að þú vitir.

fólk stelur björgunarvestunum í nær hverju flugi.. sem þýðir að þú gætir gert það.. og það gæti verið að það sé ekkert björgunarvesti fyrir þig?”
Einmitt það vantar björgunarvesti í flugvélina, hún fer pottþétt í loftið.. U nei? Vélin er alltaf yfirfarin og myndi ALDREI fara í loftið án þess að það væri björgunarvesti fyrir alla. Og já annars, stela björgunarvesti í nær hverju flugi, eðlilegt.

Leyft bakteríustig í vatninu í krönum í flugvélum er 100 sinnum meira en í krönunum í Bandaríkjunum. Hvað þá miðað við Ísland?”
Gott og vel ef svo er.. Hvenær drakkst þú eiginlega úr krana í flugvél?

” Jáá, heyrnatólin? Nei það þrífur þau enginn heldur…”
Ok – þú þarft líka að kaupa þau og tekur þau með þér?
Ef þú færð frí heyrnatól, þá eru þau örugglega ÓGEÐ.. Nei?

Ég hefði getað tekið fleiri dæmi úr þessari fáránlegu þriggja blaðsíðna færslu en sumt þarf ekki einu sinni að nefna því það er svo fáránlegt.

Eins og þetta varðandi partýljósin, þetta eru víst stemningsljós og eru til þess að gera farþegarýmið þægilegra.

Já líka fréttin sem kom um daginn að maður hefði reynt að opna hurðina á flugvélinni í loftinu skapaði víst töluverða hræðslu hjá einhverjum, það er ekki fræðilegur möguleiki að opna hurðina. Annarsvegar vegna þess að hún er gjörsamlega harðlæst og í öðru lagi þá er gerir mismunurinn á loftþrýstingnum það ómögulegt.

Vona að þetta hafi róað þig kæri farþegi – athugasemdir eru vel þegnar hér að neðan!